Jón er farinn heim...

Idolið mitt Jón Magnússon er fallinn. Horfinn inní hyldýpi Valhallar þar sem menn er klipptir til, sett gel í hárið og menn klæddir eftir dress códi að hætti hirðar Elísabetar Englandsdrottningar. Nú hverfur hinn síbrúni, hörklæddi frjálshyggjumaður sem sýnt hefur skörungsskap með því að segja það sem í hans brjósti býr. Skemmst er að minnast framgöngu hans rétt fyrir síðustu kosningar - og það þýddi "guts". Málið snérist um að skrá alla erlenda aðila sem komu inní landið í leit að vinnu. Rökin, jú líklega til þess að haldið sé utanum fólkið og börnin á miðlægum grunni sem eru að hefja nám, nú eða geta jafnvel fylgst með sjúkrasögu ef viðkomandi lenti í slysi eða fengi sjúkdóm eða hreinlega hvern er verið að jarða hverju sinni?? Svolítið kommon sens hefði maður haldið. 

Viðbrögðin voru ótrúleg. Allir flokkar já allir flokkar úthrópuðu Jóni og hans skrumflokki sem og Guðjóni formanni Frjálslyndra  sem fasistum og nasistum og ég veit ekki hvað. Guðjón þurfti  líklega að þýða allar greinarnar fyrir konuna sína, því mér skilst að hún sé borin pólverji. Sjaldan hef ég misst svona gersamlega álitið á pólitík eftir þetta.  

Nú gengur hann á vit spillingarinnar og stuttbuxnaplebbanna. Vonandi tryggir það þinn fjárhag því ekki held ég að menn gangi í sjálfstæðisflokkinn vegna hugsjónarinnar um það að allir séu með sjáfstæðar skoðanir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Olegsky

Höfundur

Helgi Ásgeir Harðarson
Helgi Ásgeir Harðarson
Tiltölulega einfaldur maður sem býr í suburbiu höfuðborgasvæðisins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband